EN | IS | IT | GR | ES

Kortlagning /

Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks

Í verkefninu eru kortlagðir straumar og stefnur í sjálfbærri ferðaþjónustu, megindleg og eigindleg gögn, upplýsingar, verkfæri og lausnir í geiranum. Þannig er unnið í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu út frá því sem er til staðar í greininni.

Samstarfsaðilar munu þannig taka stöðuna á þeim viðmiðum og gögnum sem til eru, bæði á landsvísu og alþjóðavettvangi, til þess að tryggja samfellu og árangur starfsmenntunarinnar. Til þess að ná því fram munu samstarfsaðilarnir framkvæma alhliða greiningu á erlendum og innlendum gögnum eins og:

· Leiðarvísir “Sjálfbær ferðaþjónusta”. World Tourism Organisation
· “Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu”. UNESCO
· Leiðarvísir að samfélagslegri nálgun í vistvænni ferðaþjónustu. WWF
· Evrópskir ferðamálavísar að sjálfbærri áfangastaðastjórnun. Evrópusambandið

Kortlagningin í SUSTAIN IT verkefninu er nýstárleg nálgun sem felur í sér að bera saman starfshæfni og hæfniramma í sjálfbærri ferðaþjónustu til þess að tryggja að námskeiðin sem þróuð verða í IO3 séu nauðsynleg og hagnýt.

Samantekt

SUSTAIN IT er tveggja ára samstarfs verkefni átta aðila frá fimm löndum á vegum ERASMUS+. Markmið SUSTAIN IT er að auka samkeppnishæfni fyrirtækja sem vinna í anda sjálfbærrar þróunar innan ferðaþjónustunnar með því að þróa nýja, hagnýta og framkvæmanlega starfsmenntun fyrir stjórnendur í greininni. Ferðaþjónustan hefur mikil efnahagsumsvif innan Evrópu og víðtæk áhrif á hagvöxt, atvinnu- og þjóðfélagsþróun. Áhersla á umhverfismál innan ferðaþjónustunnar endurspeglast í aukinni meðvitund um sjálfbæra, ábyrga og siðferðilsega ferðaþjónustu mun aukast enn fremur á komandi árum.

Mikilvægt er fyrir hagkerfi um alla Evrópu að viðhalda og tryggja framþróun sjálfbærrar ferðaþjónustu. Koma erlendra ferðamanna til heimsálfunnar árið 2017 var um 50% allra ferðamanna í heiminum og skapar iðnaðurinn 13 milljónir starfa í Evrópu. Samkeppnishæfni evrópska ferðamannaiðnaðarins veltur á því að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi á komandi árum.

Vaxandi ferðamannaiðnaður veldur auknu álagi á innviði samfélaga sem og náttúrulegar-, og menningarlegar auðlindir. Framboð skipulagðar þjálfunar starfsfólks í sjálfbærri ferðaþjónustu og áherslur í kennslu á öllum skólastigum, var kortlögð af fulltrúum SUSTAIN IT. Þróun ferðamannaiðnaðarins í umhverfisvænni átt mun auka eftirspurn eftir vissri kunnáttu jafn og draga úr eftirspurn eftir annarri. Þessi þróun mun valda því að endurskoða þarf námskrá, hæfins staðla og þjálfunaráætlanir.

Ályktanir samstarfsaðilanna staðfesta samfélagslegt og efnahagslegt mikilvægi sjálfbærar ferðaþjónustu og viðurkenna á sama tíma að þörf sé á því að þróa skilvirka þjálfun til stuðnings sjálfbærri ferðaþjónustu.

Viðbótar upplýsingar

Samstarfsaðilar


Nýheimar voru byggðir árið 2002 og starfaði sem óformlegt samstarfsnet stofnana þar til árið 2013 þegar Nýheimar þekkingarsetur var stofnað. Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, m...
Lesa meira
https://nyheimar.is/


Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu...
Lesa meira
http://www.hac.is/

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.