Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks
Hugtak: einstakan áfangastað
Skilgreining:
Mikilvægt er að bera kennsl á landsbyggðina sem einstakan áfangastað, en það getur leitt til gagnrýnnar hugsunar, nýsköpunar og markaðsrannsókna.
Hugtak: Áætlun fyrir Sjálfbæra ferðaþjónustu
Skilgreining:
Erindi framkvæmdastjórnar ESB þar sem lagðar eru fram lausnir á áskorunum sjálfbærrar ferðaþjónustu
Hugtak: Arfleif
Skilgreining:
á við eiginleika, hefðir og einkenni lífshátta í landi/landsvæði sem hefur erfst kynslóða á milli.
Hugtak: Auðlindir náttúrunnar
Skilgreining:
eru náttúruauðlindir, land og vistkerfi
Hugtak: Aðgangsstýring
Skilgreining:
Stýring á fjölda ferðamanna/gesta á áfangastað, s.s. viðfangastaði þar sem eru menningarminjar og menningarstaði eða þar sem landslag/umhverfi/lífríki er í hættu að verða fyrir skaða af völdum ferðaþjónstunnar.
Hugtak: Birgðastjórnun og samskipti út á við
Skilgreining:
Við innleiðingu sjálfbærrar stjórnunar er mikilvægt að horfa út fyrir fyrirtækið sjálft. Þú ættir að spyrja þig eftirfarandi spurninga:
● Hverjir eru viðskiptavinirnir mínir?
● Hverjir eru samstarfsaðilarnir mínir?
● Hverjir eru birgjarnir mínir?
Hugtak: Deilihagkerfi
Skilgreining:
Deilihagkerfi byggir í grunninn á því að einstaklingar deili hver með öðrum vöru, þjónustu og upplýsingum. Þeir geta ýmist gert það gegn gjaldi eða í skiptum fyrir það sem hinn hefur að bjóða
Hugtak: Fjárhagsáætlun
Skilgreining:
Þessir útreikningar sýna hversu miklir peningar eru í umferð daglega / vikulega / mánaðarlega í fyrirtækinu okkar, þ.e.a.s. Arðsemi fyrirtækisins.
Hugtak: Frumkvöðlastarfsemi
Skilgreining:
er almennt skilgreint sem það ferli sem miðar að því að hanna, skipuleggja og stjórna nýju fyrirtæki eða nýta og auka fjölbreytni þeirrar þjónustu sem fyrir er.
Hugtak: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Skilgreining:
17 markmið gefin út af Sameinuðu þjóðunum um betri og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Markmiðin snerta þær alþjóðlegu áskoranir sem mannkynið stefnu r frammi fyrir, s.s. fátækt, ójöfnuð, loftlagsmál, umhverfismál velmegun, frið og réttlæti. Markmiðin eru samtvinnuð og eiga að ná til alls mannkyns. Áætlunin er að ná markmiðunum fyrir 2030.
Hugtak: Kjarnavísar sjálfbærni
Skilgreining:
Grundvallaratriði í eftirliti með sjálfbærni og eru grundvöllur fyrir vel heppnaða áfangastaði.
Hugtak: Leiðbeiningar ESB um sjálfbæra ferðaþjónustu
Skilgreining:
Tæki þróað af framkvæmdastjórn ESB sem ætlað er að auka skilning á ferðaþjónustu og lýsir hvernig greinin tengist Áætlun ESB um breytingar.
Hugtak: Menning
Skilgreining:
félagslegt atferli , venjur og hefðir í landi eða eða landssvæði sem og trú og lög á svæðinu.
Hugtak: Menningararfur
Skilgreining:
,,er birtingarmynd á lífsháttum sem hafa þróast með samfélagi og erfist frá kynslóð til kynslóðar, þar með talin hefðir, starfshættir, staðir, hlutir, listræn tjáning og gildi."(ICOMOS, 2002).
Hugtak: Meðhöndlun úrgangs
Skilgreining:
Athafnir og aðgerðir til að meðhöndla sorp frá því að það verður til þar til því hefur verið komið á viðeigandi stað. Um er að ræða söfnun, flutning, meðhöndlun og losun, ásamt vöktun
Hugtak: Netverslun
Skilgreining:
Netverslun er markaðssetning, kaup og sala varnings á netinu. Hér er átt við allan feril viðskiptanna. Verkfæri sem notuð eru í netverlsun eru t.d. til þess ætlaður hugbúnaður og forrit.
Heimild: https://www.techopedia.com/definition/351/electronic-commerce-e-commerce
Hugtak: Sjálfvbær markaðssetning
Skilgreining:
Sjálfbær markaðssetning ýtir undir þrá eftir lífsgæðum frekar en efnishyggju. Hún felur í sér þátttöku neytandans í að gera heiminn að betri stað. Sjálfbær markaðssetning miðar að því að ná markmiðum fyrirtækisins um hagnað á sama tíma og unnið er að sjálfbærni.
Hugtak: Sjálfbærni í ferðaþjónustu
Skilgreining:
Jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærni, efnahaglegum , umhverfislegum og félagslegum í þróun ferðaþjónustu.
Hugtak: Sjálfbær ferðaþjónusta
Skilgreining:
Ferðamenn eru ekki lengur eingöngu gestir á viðkomandi áfangastað heldur einstaklingar sem geta haft veruleg jákvæð áhrif.
Hugtak: Sjálfbær stjórnun
Skilgreining:
horfir til lengri tíma en árfjórðungshagnaðar og leggur áherslu á langtímahagnað. Þannig eru stjórnendur meðvitaðir um allan umhverfis- og samfélagslegan kostnað þegar ákvarðanir eru teknar. Sjálfbær stjórnun þýðir að fyrirtæki og stofnanir getu viðhaldið fjárhagslegum-, mannlegum-, félagslegum- og umhverfislegum árangri til langs tíma
Hugtak: Sjálfbær, menningartengd ferðaþjónusta
Skilgreining:
er samþætt umsjá menningararfs og vinnu í ferðþjónstu í samspili við samfélag staðarins skapi sér félagslegan, umhverfislegan- og hagrænan ávinning fyrir alla hagsmunaaðila til að ná áþreifanlegaum og óáþreifanlegum varðveislu á menningararfin og þróun í sjálfbærri ferðaþjónustu. (SUSTAINABLE CULTURAL TOURISM EC 2018
Hugtak: Ský
Skilgreining:
Geymsla á skýi er þegar gögn eru geymd á fjarlægum gagnageymslum og hægt er að nálgast í gegnum netið. Heimild: https://www.techopedia.com/definition/26535/cloud-storage
Hugtak: Stefnur
Skilgreining:
Hverskonar stefnur eru við lýði í þínu fyrirtæki? Gætir þú bætt við einhverjum stefnum? Við lítum á fjórar mismunandi stefnur sem algengar eru hjá fyrirtækjum með sjálfbæra stjórnun.
● Umhverfisstefna
● Starfsmannastefna
● Stefna um samfélagslega ábyrgð
● Fjármálastefna
Hugtak: Stefna ESB um sjálfbæra ferðaþjónustu
Skilgreining:
Framkvæmdastjórn ESB leggur til lausnir á áskorunum sjálfbærrar ferðaþjónustu. Stjórnin vinnur að ýmsum verkefnum á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu vegna þess að það er samkeppnishæfni þjónustunnar í Evrópu.
Hugtak: Starfsmannamál og þjálfun
Skilgreining:
Þegar sjálfbær stjórnun er innleidd hjá fyrirtækjum er lykil atriði að starfsmenn komi að borðinu og séu jákvæðir gagnvart breytingunum.
Hugtak: Sérhæfð markaðssetning
Skilgreining:
Sérhæfð markaðssetning er markaðsáætlun sem einbeitir sér eingöngu að vel skilgreindum og litlum hluta markaðsins. Aðferðir sérhæfðar markaðssetningar eru t.d. umtal og orðspor, áhrifavaldar og markviss birting.
Hugtak: Samstarf bæði opinberra aðila og einkaaðila
Skilgreining:
er mikilvægur hluti af árangursríkri þróun í sjálfbærri ferðaþjónustu. Eðli ferðaþjónustunnar krefst samvinnu þessara aðila því hvor um sig hefur ekki hæfni, getu og/eða aðgang að öllum þeim auðlindum og innviðum sem tryggja munu nýsköpun og sjálfbærni í greininni.
Hugtak: Samtal um sjálfbærni
Skilgreining:
Sjálfbærni þarf að vera kjarni fyrirtækisins og samofið menningu þess til þess að viðskiptavinir finnist þeir vera hluti markmiði þess að vera sjálfbærari. Sýndu viðskiptavinum að þú hefur helgað þig umhverfisvænni starfsemi um leið og þú tryggir gæði þjónustunnar. Grænþvottur getur skaðað fyrirtækið, vertu því áreiðanlegur og færðu sönnur á fullyrðingar þínar um sjálfbærni.
Hugtak: Tengslanet
Skilgreining:
er gífurlega mikilvægt fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Með tenglamyndun við rétta aðila er t.d. hægt að auka við þekkingu, læra af reynslu annarra o.s.frv.
Hugtak: Upplýsinga- og samskiptatækni
Skilgreining:
er sú tækni sem gefur aðgang að upplýsingum með fjarskiptatækni
Hugtak: Vefumsjónarkerfi
Skilgreining:
Vefumsjónarkerfi er forrit sem notendum kleift að taka þátt í að búa til stafrænt efni; vefsíður, blogg osfrv. í boði eru mörg forrit (s.s. Artisteer, Dreamweaver) og platforms (s.s.Wordpress, Wix, Sitebuilder.com) sem hægt er að nota til að búa til vefsíður. Hægt er að velja ólíkt útlit og uppbyggingu á þeim.
Hugtak: Virðiskeðja
Skilgreining:
Þar er því lýst hvernig iðnaðurinn starfar í því skyni að afla verðmæta (miðað við framlegð)
Hugtak: Vistvæn ferðaþjónusta (Ecotourism)
Skilgreining:
er ferðaþjónusta sem sýnir ábyrga ferðamennsku í náttúrulegum svæðum og verndar umhverfið, styður við nærsamfélög sín og fræðir viðskiptavini sína. (TIES,2015 www.ecotourism.org)
Hugtak: Viðskiptaáætlun
Skilgreining:
Gerð viðskiptaáætlana er mikilvægt upphaf fyrir öll fyrirtæki, sama í hvaða atvinnugrein þau starfa. Í áætluninni er gert grein fyrir markaðsmálum, tengslaneti og fjármagni
Hugtak: Viðbótar upplýsingar um sjálfbærni vísa
Skilgreining:
Leyfa ákvörðunarstöðum að sníða kerfið eftir eigin þörfum.
Hugtak: VIÐSKIPTAVENSLAUMSJÓN
Skilgreining:
Viðskiptavenslaumsjón er notað yfir þær grundvallarreglur, aðferðir, viðmiðanir og leiðbeiningar sem fyrirtæki setja sér um samskipti sín við viðskiptavini. Hér er átt við, frá sjónarhorni fyrirtækisins, þau samskipti sem ná yfir bein samskipti s.s. sölu og þjónustu en einnig að sjá fyrir og greina hegðun og strauma og stefnur hjá viðskiptavinum. Viðskiptavenslaumsjón er ætlað að bæta alla þjónustu við viðskiptavininn. Heimild: https://www.investopedia.com/terms/c/customer_relation_management.asp
Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.