EN | IS | IT | GR | ES

Verkfærakista /

Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks

IO3 er meginafurð SUSTAIN IT verkefnisins. Vinnan felur í sér að þróa 8 námskeið, sérstaklega hönnuð fyrir stjórnendur smárra ferðaþjónustufyrirtækja í dreifbýli. Námskeiðunum er ætlað að þjálfa starfshæfni og færni sem greind verða í IO2. Áherslan í SUSTAIN IT er að byggja upp samkeppnishæfni svæðisbundinna ferðaþjónustufyrirtækja með því að auka hæfni stjórnenda til þess að skipuleggja, framkvæma, stjórna og fylgja eftir starfsemi í sjálfbærri ferðaþjónustu.

Innihald námskeiðanna verður þróað samkvæmt niðurstöðum úr kortlagningu IO2. Þeir þættir sem þegar hafa verið greindir eru eftirfarandi. Þættirnir verða betur skilgreindir við gerð námskeiðanna með niðurstöður IO2 til hliðsjónar:

1. Inngangur að sjálfbærri ferðaþjónustu: áhrif ferðaþjónustu á náttúru og menningu.
2. Stefna og áætlunargerð um áfangastaði: Stefnumótun um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í dreifbýli.
3. Þróun áfangastaða: Að skapa sér sýn.
4. Vöruþróun í sjálfbærri ferðaþjónustu: Náttúra og menningararfur
5. Inngangur að markaðssetningu áfangastaða.

Samstarfsaðilar


Nýheimar voru byggðir árið 2002 og starfaði sem óformlegt samstarfsnet stofnana þar til árið 2013 þegar Nýheimar þekkingarsetur var stofnað. Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, m...
Lesa meira
https://nyheimar.is/


Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu...
Lesa meira
http://www.hac.is/





Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.