EN | IS | IT | GR | ES

Kortlagning /

Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks

Í verkefninu eru kortlagðir straumar og stefnur í sjálfbærri ferðaþjónustu, megindleg og eigindleg gögn, upplýsingar, verkfæri og lausnir í geiranum. Þannig er unnið í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu út frá því sem er til staðar í greininni.

Samstarfsaðilar munu þannig taka stöðuna á þeim viðmiðum og gögnum sem til eru, bæði á landsvísu og alþjóðavettvangi, til þess að tryggja samfellu og árangur starfsmenntunarinnar. Til þess að ná því fram munu samstarfsaðilarnir framkvæma alhliða greiningu á erlendum og innlendum gögnum eins og:

· Leiðarvísir “Sjálfbær ferðaþjónusta”. World Tourism Organisation
· “Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu”. UNESCO
· Leiðarvísir að samfélagslegri nálgun í vistvænni ferðaþjónustu. WWF
· Evrópskir ferðamálavísar að sjálfbærri áfangastaðastjórnun. Evrópusambandið

Kortlagningin í SUSTAIN IT verkefninu er nýstárleg nálgun sem felur í sér að bera saman starfshæfni og hæfniramma í sjálfbærri ferðaþjónustu til þess að tryggja að námskeiðin sem þróuð verða í IO3 séu nauðsynleg og hagnýt.

Samstarfsaðilar


Nýheimar voru byggðir árið 2002 og starfaði sem óformlegt samstarfsnet stofnana þar til árið 2013 þegar Nýheimar þekkingarsetur var stofnað. Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, m...
Lesa meira
https://nyheimar.is/


Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu...
Lesa meira
http://www.hac.is/

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.